09 Dec2014
Fundur með fulltrúum stjórnvalda
Slitastjórnin, ásamt slitastjórnum Kaupþings og LBI, átti í dag uppbyggilegan fund með fulltrúum íslenskra stjórnvalda og ráðgjöfum þeirra til að ræða hugmyndir sínar um úrlausn mála Glitnis með hliðsjón af áætlunum yfirvalda um afléttingu gjaldeyrishafta. Í framhaldi af þeim fundi átti slitastjórn Glitnis sérstakan fund með fulltrúum stjórnvalda og ráðgjöfum þeirra til skýra út nánar hugmyndir sínar.
Slitastjórnin lítur á þessa fundi sem mikilvægt skref og telur að það sé í allra þágu að halda áfram þessum viðræðum milli aðila í þeim tilgangi að ná ásættanlegu samkomulagi um að ljúka slitaferlinu með nauðasamningi og í framhaldinu afléttingu gjaldeyrishafta.