18 Nov2013
Tilkynning frá slitastjórn Glitnis
Í dag átti slitastjórn Glitnis og fulltrúar kröfuhafa fund með Seðlabanka Íslands. Þar kynnti slitastjórn Glitnis tillögur sínar sem ætlað er að uppfylla skilyrði laga um að stöðugleika í gengis- og peningamálum verði ekki raskað, samanber bréf Seðlabankans þann 23. september 2013.
Tillögur þessar voru settar fram að hálfu slitastjórnar í tengslum við umsókn um undanþágu vegna nauðasamninga Glitnis. Fulltrúar Seðlabanka Íslands tóku á móti tillögum slitastjórnar án nokkurra skuldbindinga annarra en að taka þær til skoðunar.