Upplýsingar um skiptafund
Boðað hefur verið til skiptafundar með kröfuhöfum Glitnis hf. kt. 550500-3530, Sóltúni 26, Reykjavík þriðjudaginn 31. janúar 2012 kl. 10.00 árdegis á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, Reykjavík. Boðað var til þessa fundar við lok síðasta kröfuhafafundar sem haldinn var 31. ágúst 2011.
Til viðbótar við þau mál sem taka átti fyrir á fundinum þann 31. janúar 2012 verður fjallað um greiðslu á forgangskröfum við slitameðferð Glitnis hf. Skjal, þar sem gerð er grein fyrir áætluðu uppgjöri til forgangskröfuhafa, er birt ásamt meðfylgjandi skrám af forgangskröfuhöfum á lokuðu kröfuhafasvæði á heimasíðu Glitnis.
Komi ekki fram mótmæli við ákvörðun slitastjórnar á áætlun sinni um uppgjör til forgangskröfuhafa í síðasta lagi á fyrrgreindum fundi þann 31. janúar 2012, mega þeir kröfuhafar sem hlut eiga að máli vænta þess að greiðsla fari fram í samræmi við áformað uppgjör í síðasta lagi þann 29. febrúar 2012. Útgreiðslan telst þannig endanleg greiðsla hvort sem greitt er beint til viðkomandi kröfuhafa eða inn á geymslureikning. Samkvæmt 2. mgr. 128. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 glatar kröfuhafi rétti til að hafa uppi mótmæli eða athugasemdir við áformað uppgjör til forgangskröfuhafa komi hann þeim mótmælum sínum ekki á framfæri í síðasta lagi á fyrrgreindum fundi. Verði uppgjörinu ekki mótmælt í síðasta lagi á þeim fundi verður sú greiðsla sem þar er lögð til talin endanlega samþykkt.
Rétt til fundarsóknar eiga þeir sem eiga kröfu á Glitni banka hf. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Glitnis – www.glitnirbank.com.
Slitastjórn Glitnis,
Steinunn Guðbjartsdóttir, hrl.
Páll Eiríksson, hdl.