01 Jan2012
Skilanefnd Glitnis lýkur störfum
Frá og með 1. janúar 2012 tók slitastjórn Glitnis formlega við öllum verkefnum skilanefndar bankans og hefur skilanefndin látið af störfum. Þetta er í samræmi við breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki nr.161/2002 sem samþykkt var á Alþingi í júní 2011 með lögum nr. 78/2011. Frá setningu laganna var unnið að því að færa verkefni frá skilanefnd til slitastjórnar þannig að skipulagsbreytingin gæti átt sér stað um áramót 2011/2012 án þess að valda truflun á starfsemi Glitnis. Þessi breyting gekk greiðlega og er nú að fullu lokið. Á þessum tímamótum er meðlimum skilanefndar Glitnis þökkuð vel unnin störf í þágu bankans á miklum umbrotatímum undanfarin rúm þrjú ár.