Glitnir hf. tekinn til formlegrar slitameðferðar
Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem birtur var í gær hefur Glitnir hf. verið tekinn til formlegrar slitameðferðar. Íslensk lög kveða á um að greiðslustöðvun ljúki sjálfkrafa þegar formleg slitameðferð hefst. Skilanefnd og slitastjórn bankans óskuðu sameiginlega eftir því í Héraðsdómi Reykjavíkur að Glitnir hf. yrði tekin til formlegrar slitameðferðar til að tryggja að bankinn njóti sömu verndar gegn lögsóknum, þvingunarúrræðum og öðrum ráðstöfunum eigna sem fengin var á greiðslustöðvunartímabilinu.
Skilanefnd og slitastjórn ákváðu að rétt væri að óska eftir formlegri slitameðferð fyrir 24. nóvember 2010 þegar hámarkslengd greiðslustöðvunar lýkur til að tryggja viðeigandi útgöngu úr greiðslustöðvun.
Formleg slitameðferð mun hvorki hafa áhrif á núverandi starfsemi bankans né lagalega stöðu hans. Í slitameðferð mun skilanefnd halda áfram að stjórna rekstri bankans með sömu markmiðum og fyrr sem er að hámarka eignir bankans til hagsmuna fyrir kröfuhafa og slitastjórn mun áfram sjá um kröfuferlið.